10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 09:02


Mættir:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:02
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:01
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:02
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:02

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll. Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:23.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:22
Á fund nefndarinnar komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Steingerður Ólafsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri, Stefán Guðmundsson skrifstofustjóri og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Magnús Guðmundsson frá Vatnajökulsþjóðgarði. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:27
Á fundinn komu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Gestur Páll Reynisson frá Ríkisendurskoðun, Baldur Sigmundsson og Guðmundur V. Friðjónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Þóra Hallgrímsdóttir frá nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmynda. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tillaga um að nefndin fjalli um verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:02
Nefndin ræddi málið. Tillaga um að hefja könnun á ákvörðunum og verklagi ráðherra í tengslum við ábendingar og tilmæli fjármálaaðgerðahópsins var borin upp. Tillagan var borin undir atkvæði.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andir Thorsson, Óli Björn Kárason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Hjálmar Bogi Hafliðason greiddu atkvæði með tillögunni. Tillagan var samþykkt.

Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

Að því loknu lagði Þorsteinn Sæmundsson fram eftirfarandi bókun:
„Ekki er ljóst hvert nefndin fer með þessa rannsókn. Hefði viljað sjá nefndina taka sér rýmri tíma í undirbúning. Að auki kann ég ekki við að starf nefndarinnar sé unnið í fjölmiðlum.“.

5) Önnur mál Kl. 11:14
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20