11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 13:04


Mættir:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:04
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:04
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:04

Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék tímabundið af fundi frá kl. 13:39-14:59.
Guðmundur Andri Thorsson var fjarverandi vegna veikinda. Brynjar Níelsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Fundargerðir 9. og 10. fundar voru samþykktar.

2) 125. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Þórhallur Vilhjálmsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá skrifstofu Alþingis og Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 202. mál - þingsköp Alþingis Kl. 13:13
Á fund nefndarinnar komu Þórhallur Vilhjálmsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 232. mál - útgáfa á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Kl. 13:41
Á fund nefndarinnar komu Þórhallur Vilhjálmsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE Kl. 13:58
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Þórunn Oddný Steinsdóttir og Kristín Ninja Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu og Haukur Eggertsson frá Lyfjastofnun. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB Kl. 13:58
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Þórunn Oddný Steinsdóttir og Kristín Ninja Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneytinu og Haukur Eggertsson frá Lyfjastofnun. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 14:26
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Reglugerð (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja Kl. 15:01
Frestað.

9) Staða mála Kl. 15:02
Frestað.

10) 279. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:03
Nefndin samþykkti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Samþykkt að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

11) Önnur mál Kl. 15:03
Nefndin samþykkti að Þórhildur Sunna Ævarsdóttur tæki yfir framsögu í máli stjórnsýslu dómstólanna af Jóni Þóri Ólafssyni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:07