16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 09:50


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:50
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:50
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:50
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:50
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:50
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:50

Brynjar Níelsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:27
Fundargerðir 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) 202. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:50
Á fundinn kom Hafsteinn Þór Hauksson formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneyti og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst kom Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands og gerði grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun Kl. 10:28
Samþykkt tillaga um að fá umboðsmann á fund til að kynna málið og fulltrúa fjármála- og efnhagsráðuneyti til að fara yfir viðbrögð við ábendingu umboðsmanns.

4) Önnur mál Kl. 10:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:32