22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. desember 2019 kl. 09:31


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:31
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:31
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:31
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:31
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:31
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:31
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:31
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:31
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:31

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:31
Frestað.

2) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:32
09:32 Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri og Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri frá dómsmálaráðuneyti og Guðrún Þorleifsdóttir skrifstofustjóri og Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir kynntu efni skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland hafnaði á „gráa lista“ FATF og svöruðu spurningum nefndarmanna.

10:38 Nefndin ræddi málið.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011 Kl. 10:42
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:51
Nefndin ræddi tillögur um gestakomur í 139. máli.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:51