32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 09:38


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:38
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:38
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:38
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:38
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:38
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:38
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:49
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:38

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:38
Frestað.

2) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 09:38
Á fundinn komu Ögmundur Jónasson fv. innanríkisráðherra og þingmaður, Arndís Soffía Sigurðardóttir formaður starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál og Haraldur Steinþórsson varaformaður starfshópsins. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 11:17
Formaður kynnti drög að umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar um málið og tillögu um að afgreiða umsögnina frá nefndinni sem var samþykkt.

4) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 11:21
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður nefndarinnar bauð sig fram sem framsögumann málsins sem var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 11:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:24