36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 10:50


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:50
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 10:50
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:50
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:50
Eydís Blöndal (EyB) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 10:50
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:50
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:50
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:50

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:50
Fundargerðir 32. - 35. fundar voru samþykktar.

2) 39. mál - rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Kl. 10:52
Tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 10:54
Óli Björn Kárason lagði til að nefndin kynnti sér hlutverk og verklag ríkislögmanns og fengi á sinn fund fulltrúa forsætisráðuneytisins, ríkislögmanns og umboðsmann Alþingis sem var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:13