37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. febrúar 2020 kl. 09:48


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:48
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:48
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:48
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:48
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:48
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:48
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:48
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:48

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:48
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 523. mál - varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:49
Samþykkt að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar með þriggja vikna fresti.

3) 81. mál - kosningar til Alþingis Kl. 09:50
Samþykkt að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar með þriggja vikna fresti.

4) 334. mál - Alþingi sem fjölskylduvænn vinnustaður Kl. 09:51
Samþykkt að Líneik Anna Sævarsdóttir, 1. varaformaður, verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar með þriggja vikna fresti.

5) Heimsókn sérfræðinga frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu vegna endurskoðunar siðareglna Alþingismanna Kl. 09:52
Nefndin ræddi málið. Hlé gert á fundi 09:55 - 10:00.

Á fundinn komu Dr. Marcin Walecki og Mr. Jacopo Leone sérfræðingar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 09:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05