42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 09:20


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:20
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:55
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:20
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:20
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:20
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:20
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:20

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll. Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi 10:55 og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom í hans stað.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 279. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:20
Á fundinn kom Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 10:00
Á fundinn kom Jón Daníelsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) 523. mál - varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands Kl. 10:24
Á fundinn komu Guðmundur Ásgeirsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þau kynntu umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Heiðarfjall í Langanesbyggð - barátta landeigenda við að fá mengandi úrgang frá ratsjárstöð bandaríska hersins fjarlægðan Kl. 11:31
Á fundinn kom Ögmundur Jónasson fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fór yfir forsögu málsins hjá nefndinni og hugmyndir auk þess sem hann svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:48
Gert var hlé á fundi 10:17 - 10:24.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:47