43. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 13:07


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:07
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:07
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:07
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:07
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:07
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:07
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:07

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:07
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 39. mál - rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Kl. 13:08
Á fundinn komu Arnór Sighvatsson og Ragnar Áki Sigurðsson frá Seðlabanka Íslands og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Sigurður H. Ingimarsson frá embættinu. Þau gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá kom Páll Rafnar Þorsteinsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/ Kl. 14:30
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þau kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin) Kl. 14:30
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þau kynntu málið fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Endurgreiðslukerfi kvikmynda. Skýrsla til Alþingis Kl. 14:51
Formaður kynnti drög að áliti um skýrsluna og nefndin ræddi málið.

Samþykkt að fresta.

6) Önnur mál Kl. 15:05
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og gestakomur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:17