48. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. apríl 2020 kl. 10:00


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 10:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:00
Inga Sæland (IngS), kl. 10:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:00

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 719. mál - framboð og kjör forseta Íslands og kosningar til Alþingis Kl. 10:00
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið. Nefndin ákvað að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 644. mál - upplýsingalög Kl. 11:16
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti og að Kolbeinn Óttarson Proppé yrði framsögumaður þess.

4) Önnur mál Kl. 11:17
Formaður kynnti nefndinni svör atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 23. mars sl., við fyrirspurn fjórðungs nefndarmanna, sem óskað var eftir á fundi nefndarinnar 4. mars sl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:16