75. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, mánudaginn 29. júní 2020 kl. 14:02


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 14:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 14:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 14:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 14:02
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 14:02

Brynjar Níelsson, Óli Björn Kárason og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:02
Fundargerð 75. fundar var samþykkt.

2) Íslandspóstur ohf. Skýrsla til Alþingis Kl. 14:02
Nefndin samþykkti að vísa skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. til fjárlaganefndar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa Alþingis.

3) Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytis vegna tiltekinna atriða við framkvæmd forsetakjörs 2020 Kl. 14:05
Nefndin ræddi málið. Ákveðið að nefndarritari skrifaði drög að fyrirspurn til dómsmálaráðuneytis og sendi nefndinni til yfirlestrar og afgreiðslu.

4) Önnur mál Kl. 14:16
Nefndin ræddi um væntanlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um Tryggingastofnun ríkisins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:16