46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 13:00


Mætt:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 523. mál - varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands Kl. 13:00
Á fundinn komu Pétur Reimarsson og Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Agla Eir Vilhjálmsdóttir frá Viðskiptaráði Íslands. Þau gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kom Páll Rafnar Þorsteinsson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og gerði grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá kom Helga Sigríður Þórhallsdóttir frá Persónuvernd og kynnti umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 39. mál - rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Kirstín Flygenring frá Gagnsæi - samtökum gegn spillingu og Þórður Snær Júlíusson. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Stefán Skjaldarson og Helga Valborg Steinarsdóttir frá Skattinum og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:46