3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 12. október 2020 kl. 09:30


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 1. fundar var samþykkt með breytingum. Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) 8. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:33
Nefndin samþykkti að Þorsteinn Sæmundsson yrði framsögumaður málsins.

Þá komu á fund nefndarinnar Stígur Stefánsson frá nefndasviði Alþingis og Laufey Helga Guðmundsdóttir og Þórhallur Vilhjálmsson frá lagaskrifstofu Alþingis. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 10:12
Nefndin ræddi málið.

4) Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Stjórnsýsla, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanataka. Kl. 10:27
Nefndin ræddi málsmeðferð.

5) Vatnajökulsþjóðgarður. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:31
Nefndin ræddi málið. Nefndin samþykkti að ljúka umfjöllun sinni með eftirfarandi bókun:

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund fulltrúa Ríkisendurskoðunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og Vatnajökulsþjóðgarðar. Innan nefndarinnar hefur farið fram umræða um efni skýrslunnar og hefur nefndin kallað eftir frekari upplýsingum og komið á framfæri sjónarmiðum sínum um tiltekin mál sem hún taldi þörf á. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist greiðlega við fyrirspurnum og ábendingum nefndarinnar og telur hún því ekki þörf á frekari umfjöllun. Nefndin vill að öðru leyti taka undir ábendingar ríkisendurskoðanda og beinir því til umhverfis- og auðlindaráðuneytis að taka mið af þeim við endurskoðun á málefnum þjóðgarða og náttúruverndarsvæða.

6) Önnur mál Kl. 10:37
Jón Þór Ólafsson lagði til að stofnað yrði sérstakt mál um skyldur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Var það samþykkt.

Þorsteinn Sæmundsson ræddi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol. Þá fjallaði nefndin um málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52