6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 21. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 4. og 5. fundar voru samþykktar.

2) Misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Vaka Steingrímsdóttir og Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands og Erna Bjarnadóttir. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Hörður Davíð Harðarson og Karen Bragadóttir frá Skattinum. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin málsmeðferð. Formaður lagði til að nefndarmenn tækju saman skriflegar spurningar um málið til að senda á Bændasamtökin, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skattinn.

3) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 10:02
Á fund nefndarinnar mættu Bjarni Már Magnússon og Ragnhildur Helgadóttir frá Háskólanum í Reykjavík. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 8. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:58
Framsögumaður málsins, Þorsteinn Sæmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Jón Þór Ólafsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir.

5) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00