16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:01

Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði seinkun. Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 10:38. Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Dagskrárlið frestað.

2) 26. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar mætti Katrín Oddsdóttir frá Stjórnarskrárfélaginu. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2019 Kl. 09:41
Nefndin ræddi málið.

4) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið.

5) Ábending um meinbugi á lögum um almannatryggingar, 69. gr. viðmið um launaþróun Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið. Ákveðið að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna samskipta ráðuneytisins við embætti umboðsmanns Alþingis.

6) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið.

7) 99. mál - Kosningar til Alþingis Kl. 09:01
Tillaga um að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55