17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 30. nóvember 2020 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:01

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 14., 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/ Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin) Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Sigurjón Ingvason frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Anna Rut Kristjánsdóttir og Hallgrímur J. Ámundason frá forsætisráðuneyti, Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, Linda Rós Alfreðsdóttir og Hrafnhildur Kvaran frá félagsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð.

5) Valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra til opinberra sóttvarnaráðstafana Kl. 10:15
Tekin var fyrir tillaga Þorsteins Sæmundssonar um að nefndin óskaði eftir fundargerðum sóttvarnaráðs það sem af er ári, með vísan til 1. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.

6) Verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FATF vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 10:18
Nefndin ræddi málið.

Formaður lagði til að framsögumaður og nefndarritari myndu gera tilteknar orðalagsbreytingar á tillögum að fyrirspurnum til Skattsins, Seðlabanka Íslands og Samtaka fjármálafyrirtækja sem yrðu sendar nefndinni til yfirferðar og ef engar athugasemdir bærust yrðu fyrirspurnirnar sendar framangreindum aðilum. Enginn hreyfði andmælum og var tillagan samþykkt.

7) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2019 Kl. 10:26
Nefndin ræddi málið. Samþykkt að nefndarritari myndi óska eftir upplýsingum frá umboðsmanni Alþingis.

8) Önnur mál Kl. 10:31
Þorsteinn Sæmundsson ítrekaði beiðni sína um að stjórnarmenn Lindarhvols ehf. kæmu á fund nefndarinnar vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf. Þá ræddi nefndin um málsmeðferðina.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:28-09:30.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:33