22. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 14. desember 2020 kl. 09:30


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:17
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru - COVID-skýrsla nr. 2 Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Björgvin Helgason, Haraldur Guðmundsson og Jóhannes Jónsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ríkislögreglustjóri - Fjárreiður, stjórnsýsla og stjórnarhættir. Skýrsla til Alþingis. Kl. 10:17
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir álit um skýrsluna.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1971 frá 11. desember 2018 um að koma á fót evrópskum hópi eftirlitsaðila á sviði rafrænna fjarskipta (BEREC) og stofnun til að styðja við BEREC-hópinn (BEREC-skrifstofu), um breytingu á reglugerð (ESB) 2015/ Kl. 10:20
Gengið var til atkvæða um að afgreiða málið frá nefndinni.

Jón Þór Ólafsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir greiddu atkvæði með að afgreiða málið frá nefnd. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

Undir álitið skrifa Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason og Þórunn Egilsdóttir.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972 frá 11. desember 2018 um setningu evrópskra reglna um rafræn fjarskipti (endurútgefin) Kl. 10:20
Gengið var til atkvæða um að afgreiða málið frá nefndinni.

Jón Þór Ólafsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir greiddu atkvæði með að afgreiða málið frá nefnd. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

Undir álitið skrifa Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason og Þórunn Egilsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 10:31
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:33