34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:17
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:01

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 09:02
Nefndin ræddi málið.

3) Hlutastarfaleiðin: Atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls Kl. 09:24
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður lagði til að málinu yrði lokið með eftirfarandi bókun:

Nefndin lýsir ánægju sinni með frumkvæði Ríkisendurskoðunar að hefja samtímaeftirlit með tilteknum efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Slíkt samtímaeftirlit styrkir eftirlit Alþingis með því að nýting ríkisfjár sé skilvirk, að staðinn sé vörður um hagsmuni ríkissjóðs og útgreiðslur úr honum séu í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.

Líneika Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórarinn Ingi Pétursson tóku undir bókunina.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

4) Vinnumarkaðsaðgerðir á tímum kórónuveiru - COVID-skýrsla nr. 2 Kl. 09:24
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður lagði til að málinu yrði lokið með eftirfarandi bókun:

Nefndin lýsir ánægju sinni með frumkvæði Ríkisendurskoðunar að hefja samtímaeftirlit með tilteknum efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Slíkt samtímaeftirlit styrkir eftirlit Alþingis með því að nýting ríkisfjár sé skilvirk, að staðinn sé vörður um hagsmuni ríkissjóðs og útgreiðslur úr honum séu í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis.

Líneika Anna Sævarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórarinn Ingi Pétursson tóku undir bókunina.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 09:33
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:34