41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 09:03


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:03
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:03
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:03

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 09:49.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

2) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mætti Dr. Bjarni Már Magnússon sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti einnig Friðrik Sigurðsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Kristrún Heimisdóttir sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Samskipti dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á meintum brotum á sóttvarnalögum Kl. 10:58
Nefndin ræddi málið.

Brynjar Níelsson lagði fram tillögu um að nefndin lyki umfjöllun sinni um málið. Þorsteinn Sæmundsson tók undir tillöguna.

Formaður lagði til að umræðu um málið yrði frestað. Enginn hreyfði andmælum og var það samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 11:34
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:49-10:00.

Fundi slitið kl. 11:34