45. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 09:05


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Þorsteinn Sæmundsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Heiðdís Dögg Eiríksdóttir frá Félagi heyrnalausra ásamt lögfræðingi félagsins, Karólínu Finnbjörnsdóttur. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Iðunn Bjarnadóttir frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra var viðstödd fundinn sem táknmálstúlkur.

Á fund nefndarinnar mætti einnig Árni Múli Jónasson frá Íslandsdeild Transparency International sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Katrín Oddsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson og Ósk Elfarsdóttir frá Stjórnarskrárfélaginu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Þorkell Helgason sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Heiðarfjall í Langanesbyggð - barátta landeigenda við að fá mengandi úrgang frá ratsjárstöð bandaríska hersins fjarlægðan Kl. 10:58
Dagskrárlið var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:21-09:30 og 09:55-10:00.

Fundi slitið kl. 10:59