46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 23. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:04
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:04
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:04
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:04
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:04

Kolbeinn Óttarsson Proppé boðaði forföll.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 339. mál - kosningalög Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Edwald, Anna Tryggvadóttir, Björn Þór Jóhannesson og Ólafía Ingólfsdóttir frá Landskjörstjórn og Þórhallur Vilhjálmsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 10:02
Nefndin ræddi málið.

4) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:03
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:21
Nefndin ræddi um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvoll ehf.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:21