61. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 21. maí 2021 kl. 09:02


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:02
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:02
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:26
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:02
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:02

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

2) 668. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Helga Þórisdóttir forstjóri og Gyða Ragnheiður Bergsdóttir frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu einnig Indriði B. Ármannsson og Guðni Rúnar Gíslason frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Ástríður Þórey Jónsdóttir og Matthildur Magnúsdóttir frá Skattinum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson frá Reykjavíkurborg.

Þá ræddi nefndin málið.

3) 466. mál - stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Kl. 10:02
Nefndin ræddi málið.

4) 339. mál - kosningalög Kl. 10:11
Nefndin ræddi málið.

5) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 10:10
Nefndin ræddi málið.

6) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 11:01
Dagskrárlið var frestað.

7) 468. mál - þingsköp Alþingis og réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 10:17
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 10:07
Nefndin ræddi um afhendingu skýrslu setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:40-09:45 og frá kl. 09:55-10:02.

Fundi slitið kl. 11:12