73. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 30. júní 2021 kl. 09:00


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Brynjar Níelsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka (listabókstafir og framlög til stjórnmálasamtaka) Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Sigurðardóttur og Ásgerði Snævarr frá forsætisráðuneyti og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra og Hjördísi Stefánsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.

3) Önnur mál Kl. 09:15
Nefndin ræddi um afhendingu skýrslu setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol. Þá ræddi nefndin um fyrirkomulag fundar með eftirlitsnefnd með lögreglu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30