56. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 11. maí 2021 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 54. og 55. fundar voru samþykktar.

2) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mætti Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Breyting á 5. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga Kl. 09:22
Nefndin ræddi málið.

4) 469. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:32
Nefndin ræddi málið.

Þorsteinn Sæmundsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Formaður verður að þola að nefndarmenn tjái hug sig án þess að hann grípi til þess að reyna að hamla málfrelsi nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Formaður spurði nefndarmann hvort hann gæti ekki gætt orða sinna. En þetta var í fyrsta skipti sem formaður hafði beðið nokkurn nefndarmann um slíkt, enda allir nefndarmenn lagt sig fram við að halda starfi nefndarinnar málefnalegu.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Guðmundur Andri Thorsson fjallaði um 130. mál, Þjóðhagsstofnun.

Fleira var ekki gert.
Hlé var gert á fundi frá kl. 09:33-09:39

Fundi slitið kl. 10:19