12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Kynning á embætti umboðsmanns Alþingis Kl. 09:15
Nefndin fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Maren Albertsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á regluger Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónas Birgi Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur frá utanríkisráðuneyti.

Tillaga um að afgreiða álit nefndarinnar til utanríkismálanefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir álitið.

4) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 10:40
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:59
Nefndin fjallaði um opinn fund vegna samskipta forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2-veirunni og mótefnum við henni sem fram fóru árið 2020.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég geri athugasemd við endurteknar tilraunir meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til þess að tefja lögmæta ósk minni hlutans um opinn fund með forsætisráðherra. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sérstöku hlutverki að gegna gagnvart eftirliti með störfum ráðherra og allar tilraunir meiri hlutans til þess að stöðva slíkt eftirlit ber að líta alvarlegum augum.

Sigmar Guðmundsson tók undir bókunina.

Steinunn Þóra Árnadóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meiri hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ekkert gert til þess að tefja að opinn fundur verði haldinn í nefndinni. Þau samskipti sem ræða á, á opnum fundi nefndarinnar og nú hafa verið gerð opinber, áttu sér ekki stað í tómarúmi og hefur meiri hlutinn því óskað eftir að gestir sem málið varðar verði jafnframt boðaðir til fundarins. Meiri hlutinn furðar sig á því að fulltrúi Pírata í nefndinni vilji ekki fá sem flesta gesti er málið varðar á fund nefndarinnar til þess að varpa sem skýrustu ljósi á það.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:42-10:53.

Fundi slitið kl. 11:24