18. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 25. nóvember 2022 kl. 13:00


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:00

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðuðu forföll.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Þá mættu einnig á fund nefndarinnar þeir Þórður Pálsson, Marinó Örn Tryggvason og Erlendur Magnússon.

3) Önnur mál Kl. 15:28
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 15:39