39. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. mars 2023 kl. 09:09


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:09
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:09
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:09
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:09
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:13
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:29
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:09
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:09
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:30

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Láru Jónsdóttur frá Ísafjarðarbæ, Jón Pál Hreinsson frá Bolungarvíkurkaupstað, Þórdísi Sif Sigurðardóttur frá Vesturbyggð, Ólaf Þór Ólafsson frá Tálknafjarðarhreppi, Jón Björn Hákonarson og Valgeir Ægi Ingólfsson frá Fjarðabyggð, Gauta Jóhannesson og Jónínu Brynjólfsdóttur frá Múlaþingi, Berglindi Hörpu Svavarsdóttur og Jónu Árnýju Þórðardóttur frá Austurbrú, og Aðalstein Óskarsson og Sigríði Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu.

3) 219. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:56
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) 38. mál - starfsemi stjórnmálasamtaka Kl. 10:57
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta Kl. 10:57
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi frá kl. 10:07-10:12.

Fundi slitið kl. 10:58