52. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. maí 2015 kl. 13:30


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 13:35
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:35
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:35
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 13:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:35

Ögmundur Jónasson, Helgi Hjörvar og Sigríður Á. Andersen varamaður Péturs H. Blöndahl boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:35
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) Stýrinefnd stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 Kl. 13:36
Nefndin ræddi málið og fyrirhugaðan fund með gestum.

3) Alþjóðlegir samningar um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Kl. 14:00
Á fundinn komu Hugi Ólafsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Kristín Kalmansdóttir og Hilmar Þórisson frá Ríkisendurskoðun. Kristín gerði stuttlega grein fyrir ábendingum í skýrslunni og Hugi fyrir afstöðu ráðuneytisins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Ríkissaksóknari. Skýrsla Kl. 14:40
Á fundinn komu Ingilín Kristmannsdóttir, Pétur Fenger og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá innanríkisráðuneyti, Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson frá ríkissaksóknara og Kristín Kalmansdóttir og Hilmar Þórisson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 15:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:20