6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:07
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 2. - 5. fundar samþykktar.

2) Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit Kl. 09:01
Á fundinn komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti Björn Freyr Björnsson og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innanríkisráðuneyti. Jóhanna Bryndís kynnti álitsgerð forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis um málið og Björn Freyr kynnti efni gerðarinnar. Þá svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

3) 68. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:33
Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins fór yfir stöðu þess og nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 09:42
Nefndin fjallaði um umfjöllunarefni næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50