7. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 09:05


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:05
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NF), kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Birgitta Jónsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit Kl. 09:05
Formaður kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar vegna málsins. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni með áliti frá meiri hluta, Svandís Svavarsdóttir og Jón Þór Ólafsson rita ekki undir álitið.

3) 68. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins, kynnti að unnið væri að samantekt upplýsinga um kostnað o.fl. sem óskað var eftir í nefndinni.

4) Önnur mál Kl. 09:15
Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir að nefndin fengi upplýsingar um hvort og þá hvaða reglur gildi varðandi heimildir til að stöðva för farþega á leið sinni milli Íslands og Bandaríkjanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:24