8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 09:05


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:27
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 6. og 7. fundar voru samþykktar.

2) 68. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:06
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdimarsson, kynnti upplýsingar um áætlaðan kostnað frá innanríkisráðuneyti og nefndin fjallaði um málið.

3) Heimsókn til ríkisendurskoðanda og Ríkisendurskoðunar, Bríetartúni 7 Kl. 10:00
Nefndin fór í heimsókn til ríkisendurskoðanda og Ríkisendurskoðunar og á móti nefndinni tóku Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, Þórir Óskarsson, Jón Loftur Björnsson, Svanborg Sigmarsdóttir og Ingi K. Magnússon.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, kynnti hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og Þórir Óskarsson kynnti stjórnsýsluendurskoðun stofnunarinnar ásamt því sem þau svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 09:15
Formaður upplýsti að kallað hefði verið eftir upplýsingum frá utanríkisráðuneyti um hvort og þá hvaða reglur sem giltu um stöðvun för farþega í millilandaflugi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25