10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:09
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:30
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Flutningur ríkisstarfsemi milli landshluta. Áhrifaþættir í vandasömu breytingaferli Kl. 09:00
Á fundinn komu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneyti og Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun og gerðu grein fyrir sjónarmiðum til skýrslunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Vegagerðin Skipulag og samruni. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:45
Á fundinn komu Sigurbjörn Björnsson frá innanríkisráðuneyti, Hreinn Haraldsson, Ásrún Rúdolfsdóttir og Ólafur Þ. Gunnarsson frá Vegagerðinni og Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum til skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Sérstakur saksóknari. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:25
Á fundinn komu Þórunn J. Hafstein og Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum til skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 68. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 10:58
Samþykkt tillaga formanns að málið yrði afgreitt frá nefndinni.
Undir álit skrifa Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson framsögumaður, Njáll Trausti Friðbertsson, Haraldur Benediktsson og Hildur Sverrisdóttir.

Svandís Svavarsdóttir skilar séráliti.

6) Önnur mál Kl. 11:05
Formaður kynnti svar innanríkisráðuneytis og utanríkisráðuneytis varðandi heimildir til að stöðva för farþega í millilandaflugi.

Formaður kynnti efni næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10