11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 15:15


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 15:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 15:15
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 15:15
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:15

Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerð 9. og 10. fundar voru samþykktar.

2) Sjúkraflug á Íslandi. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 15:17
Á fundinn komu Elsa B. Friðfinnsdóttir og Ólafur Gunnarsson frá velferðarráðuneyti, Sveinn Helgason frá innanríkisráðuneyti, Georg Kr. Lárusson, Auðunn Kristinsson og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir frá Landhelgisgæslu Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmið við skýrsluna og málefnið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 16:00
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns. Tryggvi gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við gesti um álitaefni tengd nýrri löggjöf um opinber fjármál.

4) Önnur mál Kl. 17:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:10