20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 12:20


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 12:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 12:20
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 12:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 12:20
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 12:20
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 12:20

Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Birgitta Jónsdóttir og Hildur Sverrisdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Rannsókn kjörbréfs. Kl. 12:20
Á fundinum var rannsakað kjörbréf Ómars Ásbjörns Óskarssonar, 2. varaþingmanns Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

2) Önnur mál Kl. 12:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:25