30. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:08
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:15
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:09

Hildur Sverrisdóttir boðaði forföll á fundinn.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Áheyrnaraðild. Kl. 09:00
Nefndin tók fyrir beiðni þingflokks Bjartrar Framtíðar um áheyrnaraðild, Karólínu Helgu Símonardóttur varaþingmanns, að fundinum og var hún samþykkt.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 09:03
Framsögumaður málsins, Jón Steindór Valdimarsson gerði grein fyrir fyrirhugaðri málsmeðferð og skipun undirnefndar sem var samþykkt á síðasta fundi þ.e. að Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson og Svandís Svavarsdóttir skipuðu þann hóp.

4) 258. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 09:05
Framsögumaður málsins gerði grein fyrir drögum að nefndaráliti og upplýsti að afstaða ráðuneytisins til afgreiðslu þess yrði könnuð milli funda.

5) 195. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:07
Frestað að taka málið fyrir.

6) Önnur mál Kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson fór yfir framvindu flugvallarmálsins eftir fund nefndarinnar með ráðuneytinu, Samgöngustofu og Isavia.

202. mál, Þingsköp Alþingis (líftími þingmála) var tekið fyrir og rætt. Jón Þór Ólafsson lagði til að fengnir yrðu gestir á fund til að fjalla um málið og bauð formaður Birgittu Jónsdóttur að koma með tillögur um gesti.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:19