36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, miðvikudaginn 31. maí 2017 kl. 10:05


Mættir:

Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Katrín Jakobsdóttir (KJak) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 10:05
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 10:05
Pawel Bartoszek (PawB) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ) fyrir Lilju Alfreðsdóttur (LA), kl. 10:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Tillaga dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið, fyrirhugaða afgreiðslu og frekari gestakomur.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun sem Birgitta Jónsdóttir tók undir: „Tillaga um að ráðherra upplýsi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um eftirfarandi við athugun nefndarinnar á tillögu hennar til Alþingis um skipan dómara.

Hefur dómsmálaráðherra í störfum sínum, við gerð tillögu sem ráðherra lagði fyrir Alþingi um skipan 15 dómara í landsrétt, fylgt dómsorðum í dómi 412/2010 gegn fyrrum ráðherra dómsmála Árna M. Matthiesen?

Þar sem ráðherra hefur séð efni til að víkja frá áliti dómnefndar er óhjákvæmilegt eins og segir í dómi 412/2010 að ávörðun hennar sé reist á rannsókn, þar sem meðal annars er tekið tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum um störf dómnefndarinnar um það atriði varðandi umsækjendur sem ráða skulu hæfnismati, og tryggja að sérþekking njóti þar við í sambærilegu mæli og við störf dómnefndarinnar.

Sérfræðingar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk á fund sögðu að annars myndi það grafa undan trausti á dómskerfinu.

Farsælla er fyrir dómskerfið og réttaröryggi í landinu að Alþingi samþykki tillögu sem liggur fyrir nefndinni um að fresta skipun dómara í landsrétt frá 1.júní til 1.júlí, til að gefa dómsmálaráðherra ráðrúm til að senda Alþingi rökstuðning sem fullnægir áður nefndum dómi hæstaréttar.“

2) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45