35. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 09:45


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:45
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:45
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:45
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:45
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:45

Brynjar Níelsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Frestað.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson og Björk Sigurgísladóttir frá Fjármálaeftirlitinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:25
Nefndin ræddi stöðu mála og fyrirhugaðar heimsóknir þýskra og færeyskra þingnefnda.

Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Dómstólasýslunni vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málaskrárkerfi héraðsdómstólanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40