3. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. september 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið.

3) 6. mál - óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni Kl. 09:21
Samþykkt tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins. Ákvörðun um umsagnarbeiðnir frestað.

4) Önnur mál Kl. 09:57
Nefndin fjallaði um svokallað plastbarkamál og samþykkti að óska eftir upplýsingum frá Háskóla Íslands og Landspítala Íslands um hvernig Landspítali og Háskóli Íslands hafa brugðist við niðurstöðum og tillögum sem koma fram í skýrslu nefndar um málið frá 6. nóvember 2017. Nefndin var skipuð af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala hinn 27. október 2016.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:59