10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. nóvember 2018 kl. 09:40


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:40
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:48
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:40
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:40
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:40

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Frestað.

2) Tilskipun (ESB) 2015/2366 um greiðsuþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/67/EB Kl. 09:40
Á fundinn komu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu, Erna Hjaltested og Gunnlaugur Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá skristofu Alþingis.

Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 10:05
Formaður kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar og nefndin ræddi málið.

Afgreiðslu frestað.

4) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (kerfisbinding) Kl. 10:10
Formaður kynnti drög að áliti til utanríkismálanefndar og nefndin ræddi málið. Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

5) 23. mál - þingsköp Alþingis Kl. 10:23
Samþykkt að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins og að senda málið út til umsagnar með þriggja vikna fresti.

6) 31. mál - þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið Kl. 10:24
Samþykkt að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins og að senda það út til umsagnar með þriggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 10:25
Tillaga um að taka upp umfjöllun fyrri nefndar um lög um gjaldeyrismál og stjórnsýslu Seðlabanka Íslands við framkvæmd gjaldeyriseftirlits var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00