16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:41
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:40
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Helga Vala Helgadóttir og Óli Björn Kárason boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:59
Fundargerðir 13. - 15. voru samþykktar.

2) 235. mál - umboðsmaður Alþingis Kl. 09:00
Á fundinn komu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Anna Lúðvíksdóttir og Birna Guðmundsdóttir frá Íslandsdeild Amnesty International og Elín G. Einarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þær gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 48. mál - kynjavakt Alþingis Kl. 09:50
Samþykkt að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins og að senda málið til umsagnar.

4) Ábending umboðsmanns Alþingis um meinbugi á lögum um almannatryggingar, útreikningur á búsetutíma varðandi örorkulífeyri Kl. 09:51
Líneik Anna Sævarsdóttir 1. varaformaður kynnti að svar velferðarnefndar við erindi nefndarinnar frá 17. september sl. sem óskað var í framhaldi af fundi með umboðsmanni Alþingis um málið hefði borist.

Samþykkt að senda velferðarnefnd málið til umfjöllunar.

5) 27. mál - dagur nýrra kjósenda Kl. 09:53
Samþykkt að Kolbeinn Óttarsson Proppé verði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00