19. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2018 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 235. mál - umboðsmaður Alþingis Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Ingi Ágústsson og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd og gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

3) 440. mál - fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra Kl. 10:00
Samþykkt tillaga um að Helga Vala Helgadóttir verði framsögumaður málsins.

Á fund nefndarinnar mættu Ágúst Geir Ágústsson frá forsætisráðuneytinu, Hjördís Stefánsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Á fundinn kom einnig Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin ræddi um fund nefndarinnar á miðvikudaginn nk. um skipan sendiherra. Var samþykkt að hann yrði opinn.

Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:43