27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:09
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:07
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 23. mál - þingsköp Alþingis Kl. 09:02
Á fundinn kom Indriði B. Ármannsson frá Þjóðskrá Íslands og gerði grein fyrir umsögn stofnunarinnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Guðmundur Haraldsson og Sævar Finnbogason frá Lýðræðisfélaginu Öldunni og gerðu grein fyrir umsögn um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Útlendingastofnun - málsmeðferð og verklagsreglur Kl. 16:08
Á fundinn komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu, Kristín Völundardóttir, Helga Jóhannesdóttir og Þorsteinn Gunnarsson frá Útlendingastofnun og Guðrún Jenný Jónsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Jakob G. Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:22
Samþykkt að senda umsagnarbeiðni til forsætisnefndar/forseta Alþingis vegna 23. máls, ávarp á þingfundum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24