42. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. apríl 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:23
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 09:00
Á fundinn kom Bjarni Már Magnússon og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:48
Á fundinn komu Þórður Sveinsson og Rebekka Rán Samper frá Persónuvernd og gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Sýslumenn. Samanburður milli embætta. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:06
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að stjórnskipuleg álitaefni 23. máls, þingsköp Alþingis (ávarp á þingfundum) yrðu skoðuð.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:31