49. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 13:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 14:15
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00

Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 14:15.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 803. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 13:00
Á fundinn komu Snorri Olsen, Ingvar J. Rögnvaldsson, Helga Valborg Steinarsdóttir og Jens Þór Svansson frá Ríkisskattstjóra og kynntu umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Soffía Eydís Björgvinsdóttir og Sigurjón Páll Högnason frá KPMG og kynntu umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 48. mál - kynjavakt Alþingis Kl. 14:00
Frestað.

4) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 14:15
Á fundinn komu Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti, Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Einar Á.E. Sæmundssen frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

5) 684. mál - ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda Kl. 14:54
Á fundinn kom Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

6) Önnur mál Kl. 15:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:03