56. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. maí 2019 kl. 10:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 10:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:39
Fundargerðir 53. - 55. fundar samþykktar.

2) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 10:05
Á fundinn komu Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Pétur Gauti Valgeirsson, Indriði H. Þorláksson og Valdimar Leó Friðriksson frá Leiðsögn - Stéttarfélagi leiðsögumanna. Þeir kynntu umsagnir um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 803. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 10:47
Frestað.

4) 780. mál - upplýsingalög Kl. 11:00
Á fundinn kom Davíð Þorláksson frá Samtökum atvinnulífsins og Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu. Davíð kynnti umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Oddi Þorra.

Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni, allir rita undir nefndarálit og breytingartillögur.

5) 684. mál - ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda Kl. 10:40
Framsögumaður málsins, Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynnti drög að nefndaráliti og nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:47
Hlé var gert á fundi frá kl. 10:47 - 11:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18