57. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. maí 2019 kl. 10:08


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 10:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:16
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 10:08
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:08
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:08
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:08
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:08
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 10:08

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:08
Frestað.

2) 803. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni, allir skrifa undir nefndarálit.

3) 684. mál - ráðgjafarnefnd um afnám stjórnsýsluhindrana til að greiða fyrir frjálsri för innan Norðurlanda Kl. 10:25
Framsögumaður málsins, Kolbeinn Óttarsson Proppé, fór yfir drög að nefndarálit. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni, allir skrifa undir nefndarálit.

4) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 10:32
Framögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, fór yfir drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:13
Formaður kynnti að nefndin þyrfti að funda vegna 780. máls, upplýsingalög (útvíkkun gildissviðs o.fl.).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14