58. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. júní 2019 kl. 09:05


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05

Líneik Anna Sævarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 780. mál - upplýsingalög Kl. 09:05
Á fundinn komu Hafsteinn Þór Hauksson formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu. Hafsteinn Þór gerði grein fyrir sjónarmiðum við frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Oddi Þorra.

3) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 09:28
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 09:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:28