6. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 10:33


Mættir:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 10:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:33
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 10:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:33
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:33
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 10:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:33
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:33

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:33
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) 139. mál - skipun rannsóknarnefndar til að fara yfir starfshætti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Kl. 10:33
Nefndin ræddi málið. Samþykkt var að senda málið til umsagnar. Þrjár tillögur voru bornar upp um umsagnarfrest, tvær vikur, þrjár vikur og fjórar vikur. Tillögurnar voru bornar undir atkvæði.

Margrét Tryggvadóttir greiddi atkvæði með tillögu um tveggja vikna umsagnarfrest.

Jón Steindór Valdimarsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði með tillögu um þriggja vikna umsagnarfrest.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé greiddu atkvæði með tillögu um fjögurra vikna umsagnarfrest. Tillagan var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 10:48
Nefndarmenn ræddu reglur um opna fundi fastanefnda Alþingis sem sendir eru út í sjónvarpi og á vef Alþingis.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50