9. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. október 2019 kl. 09:33


Mættir:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 10:22
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:33
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:33
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:33
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:33

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:41
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar mættu Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tillaga um að nefndin fjalli um verklag ráðherra vegna ábendinga framkvæmdahóps FAFT vegna aðgerðar gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 2. mgr. 8. tölul. 13. gr. þingskapa. Kl. 09:48
Jón Steindór Valdimarsson kynnti tillögu um að nefndin kannaði ákvarðanir ráðherra og verklag í tengslum við ábendingar og timæli fjármálaaðgerðahópsins (e. Financial Action Task Force, FATF). Nefndin ræddi málið og skipst var á skoðunum. Ákveðið að bíða með ákvörðun til næsta fundar og nánari afmörkunar markmiðs og verklags sem Jón Steindór myndi senda nefndinni.

4) Önnur mál Kl. 10:41
Formaður fór yfir nokkur útistandandi mál fyrir nefndinni og lagði til að þau farið yrði yfir þau á nefndadögum. Formaður fór jafnframt yfir bréf og erindi frá almenningi til nefndarinnar og afgreiðslu þeirra.

Nefndin ræddi sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd og velferðarnefnd vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis um OPCAT eftirlit.

Fundi slitið kl. 10:44