13. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 09:33


Mættir:

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) formaður, kl. 09:33
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:33
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:33
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:33
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:33
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:33
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:33
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:33
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:33

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Frestað.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE Kl. 09:33
Formaður fór yfir drög að áliti til utanríkismálanefndar. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir nefndarmenn rita undir álitið.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB Kl. 09:33
Formaður fór yfir drög að áliti til utanríkismálanefndar. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir nefndarmenn rita undir álitið.

4) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 09:36
Formaður fór yfir drög að áliti til utanríkismálanefndar. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Allir nefndarmenn rita undir álitið.

5) 125. mál - ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga Kl. 09:41
Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

6) 232. mál - útgáfa á dómum og skjölum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af aldarafmæli Hæstaréttar Kl. 09:41
Nefndin ræddi málið.

Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

7) Önnur mál Kl. 10:12
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna reglugerðar (ESB) 2018/956 um vöktun og skýrslugjöf að því er varðar koltvísýringslosun og eldsneytisnotkun nýrra þungra ökutækja. Allir nefndarmenn rita undir álitið.

Nefndin ræddi sameiginlegan fund með allsherjar- og menntamálanefnd, velferðarnefnd og samstarfsnefnd um endurskoðun lögræðislaga á föstudaginn 8. nóvember nk.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:22